
Fjarnám og stafrænir kennsluhættir: Gervigreind í námi og kennslu
Þriðjudaginn 25. mars kl. 14:15-17:00+ fer fram spennandi viðburður í Zoom fyrir kennara á öllum skólastigum og aðra áhugasama um nýtingu gervigreindar í námi og kennslu.
Viðburðurinn hefst með fyrirlestri þar sem fjallað verður um hvernig AI getur stutt við námskeiðshönnun, kennslu og námsmat. Að því loknu fara fram fjarmenntabúðir, þar sem þátttakendur deila eigin reynslu og verkfærum í jafningjafræðslu. Að lokum gefst tækifæri til óformlegra samskipta í hamingjustund.
Þátttakendur geta verið með allan tímann eða tekið þátt í þeim hluta sem hentar best. Allir velkomnir!
📅 Dagskrá:
🔹 Fyrirlestur (14:15-14:50): Frá hugmynd til framkvæmdar – AI í námskeiðshönnun
🔹 Fjarmenntabúðir (15:00-16:50): Jafningjafræðsla í uppbrotsherbergjum í Zoom.
🔹 Hamingjustund (16:50+): Óformleg umræða og tengslamyndun
📌 Skráning á kynningar í fjarmenntabúðir: Hér : https://docs.google.com/document/d/14GITg1GstESwb4eFxCAA4IOyBRIAKL4AfZnGe2BUEK4/edit?tab=t.0#heading=h.df1o72xgvl5e (síðasti skráningardagur 24. mars).
Vertu með og uppgötvaðu nýjar leiðir til að nýta gervigreind í kennslu!
Fyrirlestur
Frá hugmynd til framkvæmdar: Gervigreind við hönnun og framkvæmd námskeiða
Gervigreind (AI) er orðin öflugur stuðningsaðili í kennslu og námskeiðshönnun. Í þessum fyrirlestri verður fjallað um hvernig kennarar og fræðslustofnanir geta nýtt sér AI til að búa til námskeið frá grunni, skipuleggja kennsluáætlanir, þróa kennsluefni og veita persónubundna endurgjöf í námsmati. Kynnt verða dæmi um AI-verkfæri sem geta sparað tíma, aukið skilvirkni og stutt við einstaklingsmiðað nám. Jafnframt verður rætt um áskoranir og siðferðileg álitamál sem tengjast notkun gervigreindar í námi og kennslu.
Fyrirlesari: Sigurbjörg Jóhannesdóttir, verkefnisstjóri í Kennslumiðstöð
Fjarmenntabúðir
Fjarmenntabúðir eru jafningjafræðsla þar sem kennarar kynna lítið afmarkað viðfangsefni í uppbrotsherbergjum í Zoom. Fyrir þá sem ætla að kynna þá þurfa þeir að skrá kynninguna sína inn í dagskrána í lotu A, B eða C, í síðasta lagi 24. mars. Setja þarf inn nafn á leiðbeinanda/kynnanda, vinnustað/skóla og titil kynningar. Gert er ráð fyrir að kynningar séu 15 mínútur með umræðu og að það séu að hámarki tvær kynningar (hvor á eftir annarri) í hverri stofu á hverjum tíma. Skráning á kynningu og upplýsingar um dagskrá eru í skjalinu: https://docs.google.com/document/d/14GITg1GstESwb4eFxCAA4IOyBRIAKL4AfZnGe2BUEK4/edit?tab=t.0
Fjarmenntabúðir eru frekar óformlegar og hægt er að kynna efnið með eða án glæra eða annars stafræns efnis. Dagskráin er í mótun og verður ekki tilbúin fyrr en á hádegi sama dag og fjarmenntabúðirnar eru.
- Lota A: kl. 15:015:30 (Gula lotan)
- Lota B: kl. 15:40-16:10 (Bláa lotan)
- Lota C: kl. 16:20-16:50 (Rauða lotan)
Upptökur:
Fyrirlesturinn verður tekinn upp og birtur á YouTube rás Fjarska. Fjarmenntabúðirnar verða ekki teknar upp.
Zoom:
Vefslóð á Zoom fundinn: https://eu01web.zoom.us/j/65969769447?pwd=NJrqZmbCeBPIG2hvBTmc0GOAbmghl6.1&from=addon
(Fundarauðkenni: 659 6976 9447. Lykilorð: fjarska)
Samstarf:
Þessi viðburður er samstarf milli Menntavísindasviðs Háskóla Íslands (námskeiðið: Fjarnám og kennsla), Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og Fjarska-samtaka um fjarnám og stafræna kennsluhætti.
Ábyrgðaraðili: Sólveig Jakobsdóttir, prófessor í fjarnámi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.
Hægt er að fá nánari upplýsingar um viðburðinn hjá Sólveigu (soljak@hi.is) og Sigurbjörgu (sigurbjorg@hi.is).