Hver við erum

Við erum Fjarska – samtök um fjarnám og stafræna kennsluhætti. Við erum vettvangur fyrir kennara, skóla, stofnanir og fyrirtæki sem vilja stuðla að þróun og eflingu fjarnáms og stafrænnar kennslu. Markmið okkar er að skapa öflugt samfélag sem tekur virkan þátt í að byggja upp og miðla þekkingu á þessum sviðum.

Fjarska fylgist grannt með nýjustu rannsóknum og þróunarstarfi, vekur athygli á gæðum og framþróun, og stendur fyrir fjölbreyttum viðburðum og fræðslu. Við leggjum áherslu á innlent og alþjóðlegt samstarf til að tryggja að okkar félagsmenn fái bestu mögulegu þekkingu og tækifæri til að þróa sig.

Við erum staðráðin í að efla skilning á mikilvægi fjarnáms og stafrænna kennsluhátta, með sérstaka áherslu á félagslegt réttlæti og aðgengi allra að námi. Við vinnum að því að auka gæði og sýnileika fjarnáms og þróa stafræna kennsluhætti með hagsmuni nemenda að leiðarljósi.

Samtökin bjóða einstaklingum, skólum, stofnunum og fyrirtækjum að gerast félagar og taka þátt í þessu spennandi verkefni. Meðlimir okkar greiða árgjald sem ákvarðað er á aðalfundi hverju sinni.

Komdu og vertu hluti af Fjarska – saman gerum við framtíð menntunar betri og aðgengilegri!

Mynd sem á að tákna okkur, það er Fjarska samtökin sem tengja saman skóla og fólk sem vill stuðla að kennsluþróun varðandi fjarnám og stafræna kennsluhætti.
Skip to content