Vefstofa um starfsemi Ásgarðsskóla – skóla í skýjunum

Kynning á starfsemi Ásgarðsskóla – skóla í skýjunum 

Starfsemi Ásgarðsskóla hefur vakið athygli víða bæði innan lands sem utan. Nemendur í skólanum eru að jafnað um 50 en þrír kennarar sjá um kennsluna auk þess starfa þar skólastjóri, námskrárstjóri, kennslustjóri, náms og starfsráðgjafi, sálfræðingur, hjúkrunarfræðingur og deildarstjóri stoðþjónustu. Ásgarðsskóli er unglingaskóli en nemendur stunda nám í einum hópi þvert á aldur. Starfsemi skólans fer fram á Zoom alla daga þar sem nemendur taka virkan þátt í skólastarfinu í gegnum beina kennslu, hópastarf og einstaklingsvinnu. Námið er ávallt háð stund en óháð stað.

Nemendur eru staðsettir víða um land þrátt fyrir að felstir nemendurnir séu staðsettir á suðvestur horninu. Allir nemendurnir í vetur stunda námið heiman að frá sér en það hefur komið fyrir að nemendur stunda nám úr heimaskólanum sínum.

Tinna Pálsdóttir námskrárstjóri í Ásgarðsskóla sá um kynninguna sem fór fram á Zoom þann 30. janúar sl. kl. 15.00 til 15.45. Fyrirlesturinn er liður í námi kennaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands en kynningin var opinn öllum.

Kynningin var vel sótt en rúmlega 30 manns komu til að hlusta á kynninguna hjá Tinnu. Margar spurningar vöknuðu og tíminn var vel nýttur

Kynninguna má finna hér.

Youtube upptöku má finna hér.

Skip to content