Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms?

Fyrsta glæran í fyrirlestrinum: Viljm við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafrænnar kennslu?

Á Menntakviku 2023 var fyrirlestur á málstofu RANNUM, með niðurstöðum frá hugmyndafundi um stofnun nýrra samtaka á sviði fjarnáms, ásamt niðurstöðum úr viðtölum sem Sólveig og Sigurbjörg tóku við aðila sem stýra slíkum samtökum á hinum norðurlöndunum. 

Sigurbjörg Jóhannesdóttir, Sólveig Jakobsdóttir og Hróbjartur Árnason.(2023, 29. september). Viljum við stofna íslensk samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms? [Fyrirlestur]. Menntakvika: Ráðstefna í menntavísindum, Málstofa RANNUM. https://iris.rais.is/is/activities/viljum-vi%C3%B0-stofna-%C3%ADslensk-samt%C3%B6k-%C3%A1-svi%C3%B0i-fjarn%C3%A1ms-og-stafr%C3%A6ns-n%C3%A1m

Glærur: 
https://iris.rais.is/files/192006621/20230929_Menntakvika_Stofnun-samtaka-um-fjarnam.pptx

Myndskeið á YouTube: 
https://youtu.be/CK3I4L9xkFE?si=Tf5olPedtnk2EkLw

Ágrip

Mikil þróun hefur orðið á undanförnum áratugum á Íslandi á sviði fjarnáms og netkennslu en fram að þessu hafa ekki verið starfandi sérstök samtök á því sviði ólíkt hinum Norðurlöndunum. Erindið fjallar um rannsókn á starfsemi slíkra samtaka og greiningu á viðhorfum innlendra aðila sem tengjast fjarnámi á mismunandi skólastigum og í fullorðinsfræðslu.

Í júní 2023 voru tekin viðtöl við forsjáraðila fjögurra samtaka á sviði fjarnáms á Norðurlöndunum þar sem gögnum var safnað um lykiláherslur, aðild, fjármögnun, virkni og áskoranir varðandi starfsemi. Þá var haldinn hugmyndafundur á netinu um hvort talin væri þörf á að stofna samtök á Íslandi á sviði fjarnáms og stafræns náms. Þátttakendur voru 35 frá 12 vinnustöðum. Þeir mynduðu orðaský og hópar unnu á Mural vegg þar sem þeir komu með tillögur að tilgangi, áherslum og markhópum samtakanna. Þátttakendur svöruðu netkönnun. 

Gögn voru greind og gerð skýrsla um helstu niðurstöður. Mikill meirihluti þátttakenda (96%) á hugmyndafundinum var sammála um að þörf væri á að stofna ný íslensk samtök á sviðinu og 71% sögðu að þau ættu að starfa bæði á sviði fjarnáms og stafræns náms. Hugmyndir um tilgang og áherslur tengdust 12 flokkum: Aðgengi, hagsmunasamstarfi (e. advocacy), framkvæmd, þróunarstarfi, gæðamálum, hæfniþróun, miðlun, rannsóknum, samstarfi, sýnileika, vettvangi og viðburðum. 

Talin er þörf á að stofna samtök á sviði fjarnáms og stafræns náms á Íslandi. Undirbúningshópur er tekinn til starfa og stefnt á að samtökin verði stofnuð haustið 2023. Taka þarf ákvarðanir um tilgang, áherslur, markhópa og framkvæmd þannig að samtökin gagnist sem best skólum, fullorðinsfræðslu og atvinnulífi.

 

Hlusta á fyrirlesturinn

Skjámyndir af glærum 

Skjámynd 2024-06-06 234009
Mynd af glæru þar sem eru niðurstöður um hvaða vettvangi samtökin vilja starfa á.
Mynd af glæru þar sem eru niðurstöður um hvaða vettvangi samtökin vilja starfa á.
Mynd af glæru þar sem er orðaský með lykilhugtökum sem þátttakendur á hugmyndafundinum finnst að eigi að koma fram í heiti samtakanna
Skip to content