Home Viðburðir Vefstofa Ástæður háskólanema fyrir vali á fjarnámi og tengdar áskoranir
Verena Karlsdóttir

Ástæður háskólanema fyrir vali á fjarnámi og tengdar áskoranir

Fjarnám hefur orðið sífellt mikilvægara eftir COVID-19 faraldurinn og kallar á dýpri skilning á hvata nemenda til að velja slíkt nám fram yfir staðnám. Þessi kynning fjallar um helstu ástæður þess að nemendur kjósa fjarnám og hvaða áskoranir því fylgja.

Í þessu samhengi var framkvæmd rannsókn við Háskólann á Akureyri (HA) með það að markmiði að greina þrjá lykilþætti sem hafa áhrif á val nemenda: sveigjanleika (e. flexibility), þekkingarframfarir (e. educational growth) og skilvirkni (e. efficiency). Niðurstöður sýna að þættir eins og kyn, aldur og búseta höfðu ekki marktæk áhrif á ákvörðun nemenda. Hins vegar höfðu fjölskylduaðstæður, svo sem það að eiga börn og vera í starfi samhliða námi, veruleg áhrif á viðhorf þeirra til fjarnáms.

Þemagreining varpar ljósi á væntingar og þarfir nemenda, helstu áskoranir sem þeir standa frammi fyrir og leiðir til að bæta fjarnám. Niðurstöður benda til þess að fjarnám þurfi að vera sveigjanlegt og sífellt í endurskoðun til að mæta breytilegum þörfum nemenda og tryggja að það samræmist kröfum nútímans. Með því að innleiða nýjungar í fjarnámi, byggðar á rannsóknum og raunverulegri reynslu svo sem raundæmum, geta háskólar eins og HA orðið leiðandi í menntun sem mætir síbreytilegum og vaxandi þörfum samfélagsins, bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi.

Sjá grein Verenu með niðurstöðunum:
View of Assessing University Students’ Motivation to Choose Distance Learning and the Challenges of Distance Learning. https://ejournals.vdu.lt/index.php/Pedagogika/article/view/6042/3586


Tími: Miðvikudagur, 19. mars kl. 12-13


Tungumál: Íslenska


Staður: Zoom: https://eu01web.zoom.us/j/66115640695?pwd=zPTJuNTzLL24w3BBY45Qosj2BlPWWO.1
(Fundarauðkenni: 661 1564 0695 / Lykilorð: vor2025)


Vefstofan er í boði: Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og Fjarska – Samtaka um fjarnám og stafræna kennsluhætti.

  • 00

    days

  • 00

    hours

  • 00

    minutes

  • 00

    seconds

Date

19 Mar 2025

Time

12:00 - 13:00

Local Time

  • Timezone: America/New_York
  • Date: 19 Mar 2025
  • Time: 08:00 - 09:00

Staður

ZOOM
Flokkar

Skipuleggjandi

Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Phone
5255434
Email
sigurbjorg@hi.is

Fyrirlesari

Skip to content