Home Viðburðir Vefstofa Kynning á starfsemi Ásgarðsskóla
Auglýsingamynd fyrir viðburðinn: Kynning á starfi Ásgarðsskóla

Kynning á starfsemi Ásgarðsskóla

Fyrsti viðburður ársins hjá Fjarska er kynning á starfsemi Ásgarðsskóla. Esther Ösp Valdimarsdóttir skólastjóri sér um kynninguna sem fram fer á Zoom þann 30. janúar næstkomandi kl. 15.00 til 15.45. Í kynningunni leggur Esther áherslu á fyrirkomulag fjarkennslu við skólann og starfshætti nemenda og kennara. Í Ásgarðsskóla taka nemendur virkan þátt í skólastarfi á skjánum með kennurum og í samvinnu við samnemendur sína. Ásgarðsskóli er skóli þar sem viðfangsefnin stjórnast af grunnþáttum og þemum en nánari útfærslur eru í höndum nemenda þar sem lögð er áhersla á samþættingu, nemendastýringu og leiðsagnarnám.
Fyrirlesturinn er liður í námi kennaranema við Menntavísindasvið Háskóla Íslands en öll velkomin að fylgjast með í fjar. Hlökkum til að sjá sem flest!
————-

Dagsetning og tími: 30. janúar kl. 15.00 til 15.45

Sjá nánar um viðburðinn á heimasíðu Ásgarðs skólaráðgjafar: https://www.ais.is/kynning-a-starfsemi-asgarsskola-samstarf-vi-fjarska-og-menntavisindasvi  og hægt að fylgjast með á viðburðasíðu á Fésbók Ásgarðsskóla: https://www.facebook.com/events/1137637411227475?acontext=%7B%22event_action_history%22%3A[]%7D

Staður/fjar: Útsending og fyrirlestur hjá Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Streymi í Zoom frá HÍ. 

Bæta í Google dagatal – SMELLA HÉR

The event is finished.

Date

30 Jan 2025
Lokið

Time

15:00 - 15:45

Local Time

  • Timezone: America/New_York
  • Date: 30 Jan 2025
  • Time: 10:00 - 10:45

Staður

ZOOM
Flokkar

Skipuleggjandi

Sólveig Jakobsdóttir
Email
soljak@hi.is

Fyrirlesari

  • Esther Ösp Valdimarsdóttir
    Esther Ösp Valdimarsdóttir
    Skólastjóri Ásgarðsskóla og tengiliður farsældar

    Esther Ösp Valdimarsdóttir er með meistaragráðu í mannfræði með áherslu á unglinga og jafnrétti og með viðbótardiplómu til kennsluréttinda. Esther Ösp hefur starfað með unglingum frá því hún var slíkur sjálf, í félagsmiðstöðvum, félagsþjónustu, barnavernd og kennslu, bæði sem almennur starfsmaður og stjórnandi. Esther hefur kennt í Háskóla, framhaldsskóla og grunnskóla og jafnframt unnið að rannsóknum við Háskóla Íslands. Esther Ösp hóf störf sem skólastýra Skóla í skýjunum haustið 2022 en hafði áður komið að námsefnisgerð fyrir Ásgarð.

Skip to content