Home Viðburðir Vefstofa Safnafræði í fjarnámi
Guðrún Dröfn Whitehead

Safnafræði í fjarnámi

Frá upphafi hefur safnafræði boðið upp á þann möguleika að stunda námið í fjarnámi. Fram til ársins 2015 var hlutfall staðnema og fjarnema nokkuð jafnt, en fjarnemum tók að fjölga upp frá því almennt þvert á deildir við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Árið 2014 vann Guðrún skýrslu þar sem staða fjarnáms í námsbraut var tekin saman og metin. Niðurstöðurnar leiddu í ljós nauðsyn þess að huga betur að þörfum fjarnemenda og hverskonar fjarnám væri í boði. Stærsta vandamálið var að meginþorri nemenda var skráður í fjarnám, en kennsluhættir miðuðu einkum að staðnámi.

Í ljósi þessara niðurstaðna, var sú ákvörðun tekin að hanna námslínuna í safnafræði alfarið út frá forsendum fjarkennslu og þannig svara þörfum meirihluta nemenda. Frá hausti 2016 hefur verið boðið upp á öll kjarnanámskeið í safnafræði eingöngu í fjarnámi. Þar er leitast við að bjóða upp á fjölbreytta kennsluhætti í fyrirlestrum og verkefnum. Í þessum fyrirlestri verða fjarnámið kynnt, og kostir þess og áskoranir ræddar og hugmyndir um framtíð námsins hugleiddar.


Tími: Fimmtudagur, 6. mars kl. 12-13


Tungumál: Íslenska


Staður: Zoom:  https://eu01web.zoom.us/j/64740116489?pwd=BnhiDxOTekfKvEJObJmWVUUFEOcX8L.1
(Fundarauðkenni: 647 4011 6489 / Lykilorð: vor2025)


Vefstofan er í boði: Kennslumiðstöðvar Háskóla Íslands og Fjarska – Samtaka um fjarnám og stafræna kennsluhætti.

The event is finished.

Date

06 Mar 2025
Lokið

Time

12:00 - 13:00

Local Time

  • Timezone: America/New_York
  • Date: 06 Mar 2025
  • Time: 07:00 - 08:00

Staður

ZOOM
Flokkar

Skipuleggjandi

Sigurbjörg Jóhannesdóttir
Phone
5255434
Email
sigurbjorg@hi.is

Fyrirlesari

Skip to content