Kynning á störfum undirbúningshóps Fjarska

Fyrsta glæran í fyrirlestrinum: Kynning á störfum undirbúningshóps Fjarska

Ágrip

Sumarið 2023 hófst undirbúningur fyrir stofnun Fjarska – samtaka um fjarnám og stafræna kennsluhætti, með því að taka viðtöl við forsvarsmenn slíkra samtaka í Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Færeyjum. Þann 29. júní 2023 var haldinn hugmyndafundur á Zoom, þar sem mættu 35 einstaklingar frá tólf vinnustöðum. Niðurstöður fundarins sýndu að 71% þátttakenda töldu þörf á að stofna samtök um fjarnám og stafræna kennsluhætti en aðeins 4% fannst þau ættu aðeins að fjalla um fjarnám. 21% voru ekki viss um hvort þau ættu að vera fyrir fjarnám eða líka stafræna kennsluhætti.

Úr hugmyndavinnu fundarins komu fram tólf megináherslur fyrir tilgang og áherslur samtakanna: 1) Aðgengi; 2) Hagsmunasamstarf (e. advocacy); 3) Framkvæmd; 4) Framþróun; 5) Gæði; 6) Hæfniþróun; 7) Miðlun; 8) Rannsóknir; 9) Samstarf; 10) Sýnileiki; 11) Vettvangur; 12) Viðburðir; og 13) Þróunarstarf. Fundurinn komst að þeirri niðurstöðu að samtökin ættu að vera vettvangur miðlunar og samstarfs, vera með viðburði, styðja við og vekja athygli á rannsóknum og þróunarstarfi, auka sýnileika fjarnáms og þrýsta á stjórnvöld varðandi stefnumótun.

Í lok október 2023 hóf störf undirbúningshópur sem samanstóð af þeim sem lýstu áhuga á hugmyndafundinum. Undirbúningshópurinn hefur haldið reglulega fundi síðan þá, þrettán samtals og undirbúið stofnun samtakanna sem voru formlega stofnuð 12. júní 2024.

Að lokum var ný vefsíða samtakanna kynnt: https://fjarska.is

Sigurbjörg Jóhannesdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2024, 12. júní). Kynning á störfum undirbúningshóps Fjarska [Munnleg kynning].
https://iris.rais.is/en/activities/introduction-to-the-work-of-the-fjarska-preparatory-committee

Glærur:
https://iris.rais.is/files/224231960/storf_undirbuningshops.pdf

Upptaka af fyrirlestrinum

Mynd af fólkinu sem var í undirbúningshóp samtakanna.

Undirbúningshópur samtakanna

Frá október 2023 til júní 2024 starfaði undirbúningshópur til að undirbúa stofnun samtakanna. Haldnir voru tólf undirbúningsfundir á Teams.

  • Anna Kristín Halldórsdóttir, kennari á Félagsvirkni- og uppeldissviði Borgarholtsskóla
  • Auðbjörg Jakobsdóttir, þjónustustjóri upplýsingatækni, Háskólanum á Bifröst
  • Ásrún Jóhannsdóttir, aðjunkt í hagnýtum málvísindum – ensku, Hugvísindasvið Háskóla Íslands
  • Helga Jóna Eiríksdóttir, lektor í hagnýtri skjalfræði, Hugvísindasvið Háskóla Íslands
  • Hróbjartur Árnason, lektor fullorðinsfræðslu og kennsluþróunarstjóri Menntavísindasviðs Háskóla Íslands
  • Sigurbjörg Jóhannesdóttir, verkefnastjóri á kennslusviði Háskóla Íslands
  • Sólveig Friðriksdóttir, kennari hjá Keili og Verzlunarskóla Íslands
  • Sólveig Jakobsdóttir, prófessor í fjarkennslufræðum á Menntavísindasviði Háskóla Íslands

Auk þess ...

Á einn eða fleiri fundi með undirbúningshóp mættu einnig:

  • Hólmfríður Árnadóttir, verkefnastjóri fjarnáms Háskóla Íslands
  • Stefanía Kristinsdóttir, framkvæmastjóri Einurð ehf.
  • Helgi Freyr Hafsteinsson, verkefnastjóri margmiðlunar, Háskólanum á Akureyri
  • Helena Sigurðardóttir, kennsluráðgjafi Háskólanum á Akureyri
  • Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastjóri Ásgarðsskóla
Skip to content